Klukkustund – Þín stimpilklukka á netinu.
Flestir þekkja, eða hafa hið minnsta, séð gömlu góðu stimpilklukkurnar sem voru ávallt við inngang starfsmanna hér á árum áður. Starfsmenn mættu á vinnustað, stimpluðu sig inn og fengu síðan greidd laun miðað skráðar vinnustundir.
Þetta er allt gott og blessað en gengur ekki hjá öllum fyrirtækjum. Ástæður þess geta verið margar, t.d. dæmis að mörg fyrirtæki eru ekki með eiginlegan vinnustað fyrir alla sína starfsmenn. Þeir geta verið dreifðir um landið og getur því verið erfitt að hafa yfirsýn yfir tíma- og veikindaskráningu þeirra.
Gott utanumhald yfir tímaskráningu starfsmanna getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja og sparað stjórnendum mikinn tíma. Einfald og gott tímaskráningarkerfi sparar ekki bara fyrirtækjum tíma, heldur gefur starfsmönnum einnig betri yfirsýn yfir mætingu sína.
KLST er hýst í skýinu og skráningar fara fram í gegnum vefviðmót , því er hægt að skrá innstimplanir í gegnum snjallsíma, spjaldtölur eða tölvu
Fyrirtækjum stendur til boða að prófa kerfið endurgjaldslaust í 2 mánuði. Endilega hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um KLST.